Share via


Skype-a-thon 29.-30. nóvember

Dagana 29. og 30. nóvember næstkomandi eru kennarar hvattir til þess að taka þátt í Skype-a-thon verkefninu. Markmið þess er að tengja kennslustofur víðsvegar um heiminn og færa þannig námið út fyrir veggi skólans og út fyrir landamæri. Á síðasta ári ferðuðust nemendur rúmlega 3 milljónir sýndarveruleikamílur, þ.e. samanlögð vegalengd milli skólastofa sem tóku þátt í verkefninu var rúmlega þrjár milljónir mílna eða u.þ.b. 4,9 milljónir kílómetra. Kennarar geta ýmist tengst öðrum skólastofum í gegnum Skype og spjallað og frætt hver aðra eða skipulagt Mystery Skype samtal með bekknum.

Með því að skrá sig á education.microsoft.com geta kennarar auðveldlega komist í samband við kennara víðsvegar um heiminn. Til þess að 'ferðalagið' sé skráð í verkefnið er mikilvægt að skrá sig á þessa heimasíðu og tengjast kennurum í gegnum hana. Nú þegar eru tugir kennara á Íslandi skráðir. Hér má sja frekari upplýsingar um Skype-a-thon verkefnið:

https://sway.com/WfOgBBN1vG736Kk7

 

Hér er einnig hlekkur á Onenote handbók fyrir þá sem vilja kynna sér Mystery Skype frekar: